Kveðskapur
Þess skal getið að þetta eru allt aðskildar stökur, ekki ein bálkur, ortar við ýmis tilefni (oftast í hálfkæringi).


Kjólum gjarna klæðist hann
Kobbi hengilmæna.
Hann allt Rauða Kverið kann,
hvergi fús til bæna.
 

Þessi bessi baular hátt,
bassi í raddasúpu.
Framar Thule tekur fátt,
teygar frjálsa Kúbu.

Helga hún er fagurt fljóð,
firna margir stara.
Í kleppara er klassagóð
o
g kvenna best til fara.  

Knappur tíminn orðinn er
upp að taka beatin.
Stefin bíða stöndug hér,
stígurinn er grýtinn.

Mönnum liggur mikið á,
á mörgu þarf að taka,
i mixinu á met að slá,
margt þarf upp að taka.

Anna vertu ekki í steik,
allir kyssa Helga.
Við fórum tveir í feiknasleik .
Þinn fyrrverandi er gelgja.

Færa munum milljón þér
og mið' í geimferð panta.
Reynum veski að redd', en hér
rauða stjórn mun vanta.

Hefur verið móðir mín
mikil kjarnakona.
Tekur aftur son til sín?
Sit hér, bíð og vona.

Kvæðið þitt er kveðið rangt
kenni margar villur.
Ég aftur snúi í er langt
engar gerðu þér grillur.